Athyglisvert var hve mikið er af laxi í Bugðu. Þá er eins árs fiskurinn sem nú gengur mjög vel haldinn og vænn, 5-6 pund.
Lax gengur nú í ár víða í Borgarfirði, fregnir berast af göngum í Norðurá og Grímsá sem þykir með ólíkindum, en er í fullu samræmi við það sem elstu spekingar spáðu, hann gengur um leið og vatn leyfir. Rigningin núna bjargar miklu. www.svfr.is segir að hópur sem lauk 2ja daga veiði í gær í Norðurá hafi fengið yfir 100 laxa og svipað er um að vera í Langá.
Áfram veiðist vel í Ytri Rangá, ,,vitlaus veiði" segja Lax-ár menn.