2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
15.6.2007

Veiðir á engisprettur í Elliðavatni!

...þeir kalla mig Binna flugu, sagði hann og brosti út að eyrum. Hann kom í stóra-hollinu 1. maí og hefur veitt í Elliðavatni á fjórða áratug, byrjaði sjö ára gamall og þekkir vatnið eins og lófana á sér...

Úr dagbók veiðivarðar við Elliðavatn:

 Hann kemur tilbúinn í vöðlunum í leigubíl og er snöggur að hirða dótið úr bílnum, arkar inn í bæ, fær sér leyfi og nestar sig upp fyrir kvöldið í sjoppu veiðivarðanna og svo er hann rokinn út að setja saman...

Hann segist snemma hafa byrjað að veiða á flugu og notar líka þurrflugu ólíkt Sveini Sigurjónssyni sem er tíður gestur í vatninu og mörgum kunnur. Sveinn segist veiða 90% af sínum fiski, sem eru ekki fáir fiskar, við botninn og ansar ekki neinu þurrflugu-bla-bla-bla.... Svona eru nú skoðanir skiptar við vatnið. En Binni fluga notar allskonar agn og er bæði með sökku og flotholt. Maðkur, maískorn, makríll og stundum hef ég notað svona segir hann og tekur upp stóra engisprettu og sýnir nærstöddum, þessi er fengin í gæludýrabúð flutt inn frá Ameríku handa skjaldbökunum, ég keypti eina krukku.... Engisprettan hefur oft gefið vel hérna segir hann, ég þræði hana bara upp á öngul... viltu eina? spyr hann þegar hann sér vantrúarsvipinn á mér. Seinna um kvöldið kemur í ljós að hann hefur náð feitum urriða á engisprettuna...

Binni fluga er oft þaulsetinn neðan við bæinn þar sem hann kastar út yfir Álinn. Gildir þá einu þó maíkuldinn sé stundum napur og vindurinn standi beint upp á.
Hann er örlátur á góð ráð handa byrjendum og þekkir ótrúlega marga tökustaði. Hann hefur séð fiskinn fara um í torfum með bakkanum í Elliðavatni þegar líður á sumarið og stundum taka þeir í hverju kasti, en það er sjaldgæft...Og Binni þekkir stað þar sem urriðinn liggur í kös áður en hann syndir upp í árnar til að hrygna, þá er gaman að fylgjast með honum, það er aðeins í nokkra daga á haustin ...
 
 

    

21.12.2007

Seldi sjálfan sig

22.11.2007

Sími rænir fiski

8.8.2007

Ekkert í Kaldá

14.7.2007

Loksins lax

4.7.2007

Bleikjudans

26.6.2007

Kalt á Skaga

23.6.2007

Glær Laxá

17.6.2007

Lítil laxveiði

7.5.2007

Breiðdalsá