FRÉTTIR

Árnar þagna, Mýrarkvísl og sjóbleikjur

Í Flugufréttum er leitað skýringa á því að veiðin í sumar var um 43% meiri en í fyrra. Rætt er við Óskar Pál Sveinsson um nýju heimildarmyndina hans "Árnar þagna" sem frumsýnd verður 6. nóvember á Akureyri og Björgvin Ólafsson segir frá veiðisumrinu sínu sem var ansi brokkgengt. Alls konar í Flugufréttum vikunnar. Á myndinni er Arney Ösp Vilhjálmsdóttir með maríulaxinn sinn, 95 sm hæng sem tók Munroe Killer #14 í Mýrarkvísl síðasta sumar.

Skoða fréttina

SÖGUR

 

Tungufljótið var sjóðheitt síðasta haust og margir sem gerðu góða ferð þangað. Bjarki Bóasson fór í ána með félögum sínum og þrátt fyrir rysjótt veður þá veiddu þeir frábærlega. Einn af þeim fiskum sem kom á land mun seint líða veiðimönnunum úr minni. Þetta var síðasta veiðiferð sumarsins hjá þeim öllum. Hún var farin 14.-16. október, hálfur, heill og hálfur. Þeir voru átta saman um stangirnar fjórar og þá óraði ekki fyrir því sem átti eftir að gerast, áttu sannast sagna ekki von á neinni ofurveiði.

Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.

Hreiðrið og laxinn

Slyngur veiðimaður: litlar flugur, grannur taumur

Stóra Laxá í Hreppum: Gjöfull Gvendardráttur

Á bólakaf með Watson's Fancy í vasanum

HEILRÆÐI


Lárus Karl Ingason tekur frábærar veiðimyndir og þessa léði hann okkur einu sinni.  Vorbirtingur hefur tekið Dýrbít.

Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.

Veitt með lífríkinu

Veiðidagbókin er ómetanleg

Nokkur lymskuleg brögð

Stutt heilræði fyrir næsta veiðitúr

FLUGUR

 

Á að fríska upp á vopnabúrið fyrir vorbirtinginn?  Þá eru zonkerar með tifandi kanínuskott og líflegar teygjur eitthvað til að huga að!

Sjóbirtingsveiði að vori er heillani og aðferðirnar ekki bara að þrusa út straumflugu á sökklínu.  Flugufréttir ræddu við þá Sigga Páls og Pálma Gunn um veiðiaðferðirnar og menn ættu sannarlega að skoða þær áður en smurt er nesti og lagt af stað.

Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.

Vígalegar straumflugur

Gúmmílappir

Black Ghost í afbrigðum

Traust silungsveiðibox

MATARLYST

 Nú er sólin að hækka á lofti og er þessi súpa frábær ef veiðimenn eiga en eitthvað eftir í frystinum frá því í sumar. 

Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.

Eldbrennd bleikja á japanska vísu með sesam og soja

Steiktur urriði með lauksultu úr anís

Dýrindis bleikja í haframjöli og hundasúrum

Heitreyktar álarúllur með spínati, piparrót og sítrónusósu

SPJALL

 

Í janúar 2011 átti ritstjóri Flugufrétta spjall við Erlend Steinar Friðriksson um aldur sjóbleikja. Erlendur hefur stúderað far fiska við Eyjafjörð og merkt hundruð þeirra. Hann segir merkilegar sögur af rannsóknum sínum og full ástæða til að birta þær fleirum en áskrifendum Flugufrétta:

,,Um sjóbleikju við Eyjafjörð getum við líklega sagt að hún vex um sirka 4-6 sm á ári, það hef ég fundið út með merkingunum. Fyrsta sjóganga er í kringum 15-20 sm, sennilega 3ja ára, síðan gengur hún sem geldfiskur í 2-4 ár og hrygnir í fyrsta sinn 35-40 sm um 6 ára gömul. Þar af leiðir að 60 sm fiskur gæti sem hægast verið um 10 ára gamall og sennilega búinn að hrygna 3-4 sinnum.

Ef við setjum þetta í samhengi við hrunið í Eyjafjarðará, þá er líklegt að undir hrygningu á efsta svæðinu standi stærsti fiskurinn, jaðarsvæði, kalt og hrjóstrugt, stærsti fiskurinn framleiðir stærri hrogn og því líffænlegri (og fleiri). Ef stóra fiskinn vantar er hugsanlegt að afar stórt svæði sé nýtist ekki sem skyldi undir hrygningu.

Af hverju hrundi þá stofninn? Um 1995 breyttist sóknin mikið úr maðkaveiði, spónaveiði og straumfluguveiði í kúluhausa. Á sama tíma veiddist meira af stærri fiski. Af því mætti draga þá ályktun að kúluhausar hafi þurrkað upp mikilvægasta hluta stofnsins.

Svo bregðast menn við þegar allt er komið í óefni. Þá tekur það stofninn mörg ár að ná sér á strik aftur: fyrst þarf fiskurinn að verða sirka. 8-10 sm til að geta nýtt svæðið til fulls og svo þurfa afkvæmi hans að vaxa úr grasi til að ná upp stofnstærðinni. Batamerkin ættum við þá að sjá í aukningu á geldfiski á neðsta svæðinu, sirka 4 árum eftir að stóru kusurnar skila aftur á efsta svæðið.

Í sumar var engin aukning á veiði í Eyjafjarðará en við sáum aukningu á stærri fiski, þ.e. nokkuð meira af +60 sm fiski veiddist en í fyrra. Ef allt er með felldu ættum við að sjá aukningu í geldfiski árin 2013-2015 og svo eftir það í veiði upp um öll svæði. Hins vegar er ekki víst að það gerist því samkeppnisaðila bleikjunnar, sjóbirtingnum hefur fjölgað nokkuð og bleikjan verður undir í þeirri samkeppni. Auk þess má búast við að á næstu árum sjáum við flundru í ánni sem bæði getur étið bleikjuseiði og er í samkeppni um fæðu.

Þá er spurningin þessi: Ættum við að sleppa allri stórri bleiku og lifir hún það af? Já, við ættum að sleppa allri bleikju yfir 50 sm og það eru miklar líkur á hún lifi það af. Þó ber að hafa í huga að hitastig í ánni hefur áhrif á lifun, því lægra því meiri lifun. Í laxi er miðað við að 10 gráður séu vendipúnktur, þ.e. líkur á afföllum aukist mikið yfir því. Í merkingunum mínum sé ég talsverðan mun á heimtum eftir árstíma og sennilega er orsökin hitastigið.?

Flugufréttamaður er ekki fiskeldismenntaður og strýkur sér um ennið. Hver er þá niðurstaðan? Er hér komin fiskifræðingur sem er tilbúinn að segja eitthvað af eða á? Erlendur Steinar sýgur vindilinn og hvíslar að okkur; ,,Aldraður fiskur er forsenda sjálfbærrar stofnstærðar og því er hver stór einstaklingur mjög mikils virði. Í laxi er þessu veltuhraðinn miklu lægri og endurtekin hrygning frekar lítil (minna en 10%), því ættu menn miklu fremur að temja sér veiða og sleppa í bleikju en í laxi."

Ja hérna hér! Alltaf lærir maður eitthvað nýtt ef maður les Flugufréttir!

Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.

Jökla árið 2022

Veiðiárið 2020

Áramótaannáll Flugufrétta 2018

Leiðsöguhundur af öðrum heimi


Allt efnið á Flugur.is er aðgangilegt áskrifendum Flugufrétta sem fá glóðvolgt fréttabréf í tölvupósti á hverjum föstudagsmorgni og aðgang að öllum eldri fréttabréfum og efni á vefnum fyrir 700 kr. á mánuði. 

Gerast áskrifandi að Flugufréttum