Opnunin í Mývatnssveit gengur vel þrátt fyrir mikinn kulda. Þeir sem byrjuðu á Geirastöðum í gærkvöld fengu mikinn afla en á öðrum stöðum var síðra, sumir ekki varir. Geirastaðir eru að hefð góður byrjunarstaður því á efsta svæðinu ef fiskurinn bragglegastur á vorin. Hannes Júlíus veiddi á Helluvaði í morgun og sagði þetta hafa verið fínan morgun, ,,fiskur út um allt" og það í tökustuði. ,,Þegar maður gat tekið niður skíðahúfuna og sett upp veiðihattinn fór þetta að ganga!" sagði hann í samtali við flugur.is. Hann hirti tvo fiska í morgun, sem er kvótinn á vakt, sá stærri slagaði í 5 pund. Fiskurinn tekur mest þyngdar púpur, blóðorm, Guðmann og brúnar, enda liggur hann við botn í köldu vatni.