2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
21.6.2007

Stóru bleikjurnar sjást í Elliðavatni

Úr dagbók veiðivarðar við Elliðavatn 19. júní 2007

...gestir koma og fara fram á kvöld, það er rólegt við vatnið, tveir peyjar koma hjólandi og reyna í Helluvatninu, þar náðu þeir þriggja punda fiski í gær. 
 

Það má oft sjá vænar bleikjur í straumnum ofan við brú þessa dagana.... Hæg vestan gola um kvöldið, stöku gól í himbrima sem syndir um með unga á bakinu. Hafsteinn í Orkuveitunni kemur og fær sér samloku á hlaðinu og lendir á spjalli við Kristján sem veitt hefur hérna í áraraðir. Þeir eru báðir á suzukijeppum og ræða nokkuð kosti þess öndvegisbíls við veiðivörðinn sem kemur út að viðra sig. Þriðji veiðimaðurinn við vatnið sem ekur á suzukibíl er aflaklóin Sveinn, sem áður hefur verið nefndur á þessari síðu...
Sílamáfurinn gerir harða árás á álftafjölskylduna sem ferðast um mýrina vestan við Álinn, Hafsteinn er að hugsa um að steypa undan honum í annað sinn....Fyrr í dag hreinlega gelti álftasteggurinn að stórum flutningabíl sem ók yfir brúna, þar hafa ungarnir verið nærri. Flutningabíllinn fór hægt austur yfir brúna og fylgdi honum rykmökkur. Svifryk er ókosturinn við Heiðmörk (merkir Hinn bjarti skógur)og hreinlega dularfullt að svo mikilvægur þáttur sem vegir á útivistarsvæði skuli vera í þvílíku ástandi sem vegir Heiðmerkur eru...
Hafsteinn var kominn með 13 urriða sem hann náði á engjunum, allt á hinn heimagerða Burton (sbr. grein hér á flugur.is). Kunningi Hafsteins kemur og fær sér leyfi. Hafsteinn býðst til að fara með honum út á engjar eftir matinn ,,ég býð eftir að lygni" segir Hafsteinn, ,,þá næ ég bleikjunni"...
Hafsteinn og Sveinn teljast með þeim aflasælustu við vatnið. Annað nafn er Jón Petersen, sá sem hnýtti Engjafluguna. Eitt sinn náði hann tveimur löxum í hávaðaroki neðan við brú. Var Jón þá svo óheppinn að festa flugu í kinninni á sér, skrapp upp á bæ og bað Vigni sem þá var eftirlitsmaður á staðnum, að losa fluguna. Ekki treysti Vignir sér til þess. Eftir nokkra umhugsun sagði Jón: ,,Mér er ekki vandara um en fisknum að hafa flugu í kinninni" og fór aftur út í vatn og náði þremur löxum í viðbót áður en hann fór á Slysavarðstofuna.
21.12.2007

Seldi sjálfan sig

22.11.2007

Sími rænir fiski

8.8.2007

Ekkert í Kaldá

14.7.2007

Loksins lax

4.7.2007

Bleikjudans

26.6.2007

Kalt á Skaga

23.6.2007

Glær Laxá

17.6.2007

Lítil laxveiði

7.5.2007

Breiðdalsá