Marinó Heiðar Svavarsson datt í lukkupottinn þegar hann skaust í Ljósavatn nú á dögunum. Hann fékk nokkra þokkalega fiska við bakkann þar sem þjóðvegurinn liggur með vatninu en þegar hann færði sig í víkina þar sem Djúpá rennur úr vatninu, tók sá stóri og hann tók heimagerða flugu sem enn hefur ekki hlotið nafn.
?Ég kastaði inn í víkina og hélt fyrst að þetta væri tyttur,? sagði Marinó í samtali við Flugufréttir. ?Hann synti beint í áttina að mér en síðan tók hann roku og þá fann ég hvers kyns var. Ég var með handónýta flotlínu og hélt að hún myndi hreinlega slitna undan átakinu!?
Baráttan var hörð og stóð dágóða stund en loks tókst Marinó að lempa fiskinn og ná honum upp á bakkann. ?Það ók bóndi framhjá á traktor þegar ég var að lyfta upp urriðanum og hann setti upp þumalinn alsæll með þessi aflabrögð, bingó! Fiskurinn var rúmlega fjögur pund, feitur og mjög fallegur.? Við tökum undir það! Þess má geta að Ljósavatn er eitt af 29 vatnasvæðum sem er að finna á Veiðikortinu 2007.