Það var kominn tveggja stafa tala á hitamælinn í höfuðborginni, þegar fréttaritari Flugufrétta lagði af stað úr höfuðborginni um hádegið Hvítasunnudag. Ekið var austur á bóginn og stefnan fyrst sett á Þingvöll.
Nokkuð margir voru við veiðar á Þingvöllum.

Þessi mynd er tekin frá Vatnskoti yfir til austurs.
Fréttamaður leitaði tíðinda á Öfugsnáða og þar voru menn að skeggræða veiði og möguleika.

Kári var komin í Suðrið og blés því beint í fang þeirra sem veiddu frá þjóðgarðinum. Ekki var komið neitt á land sem menn vissu um frá því um morguninn. En aldrei að vita hvað gerðist seinni partinn, því veiðimenn eru bjartsýnustu bjartsýinsmenn sem til eru.
Fréttaritari hélt næst austur í Brúará. Þar stóðu menn við í landi Spóastaða og þar voru menn að fá hann, bæði fyrir neða Spóastaði í beygjunni og svo upp við foss.
Heldur var þó svalara þar og náði ekki tveggja stafa tölu. Fallegt veður engu að síður en best í skjóli.