Egill lét fylgja með leiðréttingu á því sem við sögðum í upphaflegu fréttinni, nefnilega að Rauðigígur væri á leiðinni að Litlasjó. Rauðigígur er eitt af Hraunvötnunum, norðan og vestan við Litlasjó. Orðrétt segir Egill um þá upplifun að draga þrjá fiska á skömmum tíma, einn 2 kg, annan 2,8 kg og loks þann þriðja 5 kg:
"Ég fékk þennan "minnsta" síðast og fannst hann þá svo lítill í samanburði við hina að ég var að spá í hvort ég ætti að landa honum á línunni, en hætti samt fljótlega við það og greip til háfsins." Við birtum fleiri myndir af boltanum í Flugufréttum á föstudag.