2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
26.6.2007

Kalt á Skaga

Félagar sem komu af Skagaheiði seinnipartinn létu vel af veiðinni þar og voru eflaust með um 50 fiska á fjórar stangir, þrátt fyrir að hafa hreppt alls konar veður, allt niður í fjögurra gráðu hita.

Veitt var í landi Ketu og þótti mönnum sem fiskurinn væri e.t.v. nokkru smærri en í fyrra. Algengasta stærðin var um pundið en inn á milli fiskar sem slöguðu upp í þrjú pund. Á sunnudagskvöld upplifðu félagarnir ægifagurt sólsetur með öllu tilheyrandi, logni og blíðu. Daginn eftir var hins vegar komin stíf norðanátt sem gerði mönnum ókleift að standa að veiðum og hitastigið hríðféll.
21.12.2007

Seldi sjálfan sig

22.11.2007

Sími rænir fiski

8.8.2007

Ekkert í Kaldá

14.7.2007

Loksins lax

4.7.2007

Bleikjudans

26.6.2007

Kalt á Skaga

23.6.2007

Glær Laxá

17.6.2007

Lítil laxveiði

7.5.2007

Breiðdalsá