2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
30.9.2007

Flugufréttir eru hættulegar!

Veiðimenn eru nú hver á fætur öðrum að ljúka vertíðinni og ganga með mis hressum huga frá græjunum.  Vinur Flugufrétta skrifar úr síðasta túrnum:  ,,Var í einn og hálfan dag í Grímsá og fékk einn 8 punda í Stórlaxafljóti, Stokknum.  Hann kom upp í gárutúbu (Green Butt)...

...neðan úr djúpinu og stuggaði við henni. Lét hana eiga sig í næstu tveimur köstum svo ég ákvað að pirra hann verulega og renndi yfir hann Sun Ray Shadow af stærstu gerð. Hann kom allur upp úr og kokgleypti með látum. Ég var í lífi allan daginn en náði ekki að landa fleirum.
Daginn eftir var hitinn rétt um frostmark og haglél með hléum. Sannkallað úthald því það var hífandi rok með þessu. Enginn fékk fisk þann daginn. Var sem sagt alveg orðinn sáttur við sumarið þangað til ég las Flugufréttir vikunnar.  Stóhættulegt vefrit fyrir flugusjúklinga. Farinn að leggja drög að sjóbirtingsveiði þó ég hafi engan tíma í það".

Svo mörg voru þau orð, við biðjumst ekki afsökunar á því að viðhalda veiðigleðinni!

21.12.2007

Seldi sjálfan sig

22.11.2007

Sími rænir fiski

8.8.2007

Ekkert í Kaldá

14.7.2007

Loksins lax

4.7.2007

Bleikjudans

26.6.2007

Kalt á Skaga

23.6.2007

Glær Laxá

17.6.2007

Lítil laxveiði

7.5.2007

Breiðdalsá