Risableikja veiddist í Hrútu í gær að sögn Þrastar Elliðasonar, var hún 80 sm löng og gæti vegið allt að 10 pundum.
,,Var að frétta að veiðimaður í Hrútafjarðará hafi fengið 80 cm bleikju í Maríubakka í morgun" skrifar Þröstur þann 5. júlí ,,en ekki er búið að vikta hana. Miðað við lengd gæti verið um 10 punda bleikju að ræða og ef rétt reynist er það ein sú allra stærsta sjóbleikja sem veiðist hefur lengi á stöng. Nokkrar aðrar bleikjur hafa líka veiðst í Hrútu, en engin lax komin á land ennþá. Vonandi að það rigni fljótlega því áin rennur varla lengur að sögn veiðimanna!"
Þröstur bætir við að fjórir laxar séu komnir á land í Breiðdalsá og smálax sé á ferðinni.