Sjóbirtingur var meðal afla í Svarfaðardalsá.
Norðurland er að hrökkva í gang, sagt er af góðri veiði Svarfaðardalsánna á svæði 1. Aflinn var 7 fiskar, 5 sjóbirtingar og 2 bleikjur stærðin var frá 1,5p-3,5p.
Allir fiskarnir fengust á flugu og var sleppt. Sami aðili skrapp svo í 1 tíma á sunnudaginn 8.júní og veiddi þá þrjár bleikjur um 1,5p á flugu og öllu sleppt samkæmt
www.svak.is. Þá hefur frést af því að veiði hafi verið góð í Laxá neðan virkjana þar sem urrðinn heldur sig. Á efri svæðunum, bæði í Dalnum og uppfrá hafa verið misjafnar fréttir. Sumir gert fína veiði, aðrir haft mikið fyrir fiskum. Þá eru blendnar sögur af því hve vel fiskurinn er haldinn. Myndir sýna hins vegar að hann á langt í land með að fá ,,bumbu" þótt frambærilegir boltar komi við sögu. Sömuleiðis sögðu Flugufréttir vikunnar frá því að vötnin á Skaga væru að komast í gang, ,,okkar" maður varð talsvert var, og reyndar við hinn fræga ísbjörn skömmu áður en hann var skotinn. Flugufréttir greindu líka frá að stórbleikjan sé gengin í Brunná. Þá er silungasvæðið í Svartá farið að gefa svo það má marka af þessum fréttum héðan og þaðan að norðurlandið komi vel inn fyrir Jónsmessu.