Eins sjá má í bloggi frá Geir Thorsteinssyni hér á vefnum, er
lífið að aukast í og við Elliðavatn, en það hafa fleiri vötn
verið að lifna við nú í hlýindunum um helgina.

Meðalfellsvatn hefur verið töluvert stundað undanfarna daga
og munar greinilega mikið um að það sé nú komið inná Veiðikortið.
Veiðin var náttúrulega misjöfn eins og gengur, en flestir fengu
eitthvað, og sumir veiddu vel. Aflinn var blanda af sjóbirtingi,
urriða og hoplaxi. Myndin er af fiski sem Hjölli í
Veiðihorninu veiddi í vatninu í gær,
þessi fallegi 6 punda sjóbirtingur, kollféll fyrir hinni mjög svo umdeildu,
Super Tinsel straumflugu
þess má geta að þessi fiskur fór beina leið á grillið, og bragðaðist vel.