
Í síðustu viku skrifaði Jón Kristjánsson fiskifræðingur pistil um veiða og sleppa í Flugufréttir og vöktu orð hans mikla athygli veiðimanna. Haraldur Eiríksson hjá Hreggnasa er ekki sammála kenningum Jóns og svarar hraustlega í Flugufréttum vikunnar á meðan Júlíus Magnússon tekur undir með Jóni. Þessi skoðanaskipti birtast í nýjasta tölublaðinu og að auki förum við í vísindaveiðar í Víðidalsá, skoðum vorveiðina í Brunná, Lónsá, Litluá, Mýrarkvísl og Laxá í Aðaldal. Og ekki má heldur gleyma að Flugufréttir voru á bökkum Elliðavatns þegar veiðar hófust þar að morgni sumardagsins fyrsta. Gleðilegt sumar!
Á myndinni er Elías Pétur Þórarinsson með glæsilegan urriða sem hann fékk í Víðidalsá um síðustu helgi.