
Í þessari viku, við upphaf nýs árs, leita Flugufréttir álits 10 lesenda sem valdir hafa verið af handahófi á því hvernig veiðisumarið 2015 verður. Kemur laxinn? Verður niðursveiflan dýpri eða fáum við viðreisn? Verður silungsveiðin bærileg? Er ástríða veiðimanna og bjartsýni alltaf jafn mikil þótt blikur séu á lofti? Af svörum veiðimanna má ráða... tja, þið lesið það í Flugufréttum vikunnar.
Á meðfylgjandi mynd er Guðmundur Sóphusson með 5,5 kg urriða úr Skálavatni í Veiðivötnum. Fiskurinn tók Svartan Nobbler nr. 8.