
Í Flugufréttum vikunnar tökum við púlsinn á nokkrum laxveiðiám og spyrjum hvort ný laxaveisla sé í uppsiglingu. Að venju eru veiðimenn bjartsýnir og telja ýmis teikn á lofti um að smálaxinn verði sterkur í ár. Við heimsækjum einnig Múlatorfu og Staðartorfu, gægjumst upp á Arnarvatnsheiði og eigum stutt viðtal við höfund nýrrar bókar um vatnaveiði. Meðfylgjandi mynd er frá opnuninni í Víðidalsá.