
Svo segir Árni Kristinn Skúlason og kennir okkur að veiða grugguga öldutoppana í Flugufréttum vikunnar. Við heyrum einnig hljóðið í Björgvini Halldórssyni sem ætlar að opna Norðurá með Bubba Morthens í fyrramálið kl. 7. Sagt er frá félögum sem létu dólgslega við Varmá fyrr í vikunni, fjallað um hlut kvenna hjá SVFR og sagt frá veiðimessum sem haldnar verða út um borg og bý um helgina. Meðfylgjandi mynd er af 65 sm urriða sem Valdemar Friðgeirsson landaði í Svartá í Skagafirði á mánudag.