2025 - 2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
7.11.2025

50 flugur á dag, Kötturinn og afmælisveisla Flugufrétta

Árni Kristinn Skúlason er í aðalviðtali Flugufrétta þessa vikuna. Hann hefur sett sér metnaðarfullt viðmið, hnýta 50 flugur á dag! Hann segir okkur einnig frá ást sinni á bleikjunni, þeim stórmerkilega fiski.

 

Við rifjum upp söguna af því hvernig Kötturinn varð til, skoðum flugu eftir Þór Nielsen og bjóðum í afmælið okkar en viðburðurinn verður í Sölku bókabúð, Hverfisgötu 89-93, þriðjudaginn 18. nóvember og hefst klukkan 17.00. Þar verður dagskrá sem ber heitið "Tekur sjóbirtingurinn við af Laxinum?" Stefán Jón Hafsteinn stýrir umræðum, Benóný Jónsson, líffræðingur og starfsmaður Hafrannsóknarstofnunar fjallar um sjóbirtinginn og uppgang hans á síðustu árum. Í kjölfarið verða umræður þar sem veiðileyfasalinn Haraldur Eiríksson og leiðsögumaðurinn og hlaðvarpsstjórnandinn Sigþór Steinn Ólafsson munu ræða stöðu sjóbirtingsins frá fjölbreyttum sjónarhornum ásamt Benóný.