FRÉTTIR
Sagan af Winston og nýr formaður Ármanna
Við bergjum af sagnabrunni Guðmundar Péturssonar veiðimanns í Flugufréttum vikunnar. Hann segir okkur meðal annars söguna af tilurð flugunnar Winston og af bleikjunni í Hlíðarvatni sem rétti við krókinn á Króknum. Við kíkjum inn á komandi aðalfundi Ármanna og Stangó. Í fyrsta sinn í manna minnum verður kosið um sæti í stjórn Ármanna en það er aðeins einn í framboði til formanns og því sjálfkjörinn - við greinum frá nafni hans. Í Stangó fara hins vegar að venju fram heilmiklar kosningar um laus sæti í stjórn og fulltrúaráði og það er gaman að segja frá því að þar verður hlutur kvenna sífellt meiri. Og að sjálfsögðu er einnig fjallað um Febrúarflugur þar sem þátttakan er með ólíkindum góð - allir að hnýta!
Á myndinni er Guðmundur Pétursson með bleikjuna sem beygði krókinn.
SÖGUR

Jón Stefán Hannesson fór í Jöklu og veiddi tillitssaman lax. "Eftir töluverðar pælingar og útreikninga Árna Skúlasonar um hvenær Jökla gæti verið búin að hreinsa sig af yfirfalli núna í haust, slógum við félagarnir til og smöluðum saman í nokkrar stangir síðustu helgina í september. Eftir góðan 8-9 tíma rúnt með stoppi á þessum helstu stöðum, lentum við í veiðihúsinu seint á föstudagskvöldi. Við áttum Hólaflúð strax morguninn eftir og spennan var í hámarki.
Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.
Slyngur veiðimaður: litlar flugur, grannur taumur
Stóra Laxá í Hreppum: Gjöfull Gvendardráttur
Á bólakaf með Watson's Fancy í vasanum
Þyrstir í visku um veiði og hnýtingar
HEILRÆÐI

Nýtt myndband á vefnum.
Það er góður siður veiðimanna að veiða með lífríkinu en ekki á móti. Vera vakandi fyrir því sem gerist í heimi fisksins og þekkja. Gá í maga á silungi til að sjá hvað hann var að éta rétt áður en hann tók fluguna þína. Skoða rek í ánni, og jafnvel kanna dauðar flugur á bílnum! Myndbandið lýsir þessu, gjörið svo vel.
Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.
Veiðidagbókin er ómetanleg
Örstutt vorveiðiráð
Nokkur lymskuleg brögð
Stutt heilræði fyrir næsta veiðitúr
FLUGUR

Valdemar Friðgeirsson situr við og hnýtir. Kappinn átti afmæli á dögunum og Flugufréttir tóku á honum hús af því tilefni. Þar lágu á borði fjórar býsna vígalegar og nýlegar straumflugur sem við fengum að birta af myndir í tilefni dagsins.
Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.
Gúmmílappir
Vorveiðiflugur í sjóbirting
Black Ghost í afbrigðum
Traust silungsveiðibox
MATARLYST
Nú er sólin að hækka á lofti og er þessi súpa frábær ef veiðimenn eiga en eitthvað eftir í frystinum frá því í sumar.
Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.
Eldbrennd bleikja á japanska vísu með sesam og soja
Steiktur urriði með lauksultu úr anís
Dýrindis bleikja í haframjöli og hundasúrum
Heitreyktar álarúllur með spínati, piparrót og sítrónusósu
SPJALL
Margir vilja gleyma árinu 2020 sem fyrst en það á ekki við um alla veiðimenn, jafnvel þótt veiðisumarið hafi verið mörgum erfitt. Vatnaveiðin var víða góð og silungsveiðin almennt. Margir áttu skemmtilegar stundir í laxveiðinni og njóta enn minninganna. Í áramótaannál Flugufrétta er farið yfir skemmtileg atvik síðasta árs.
Skráðu þig inn á vefinn til að lesa greinina í heild.
Meiri ástæða til sleppa bleikju en laxi?
Áramótaannáll Flugufrétta 2018
Leiðsöguhundur af öðrum heimi
Þingvallaurriðar í Þorsteinsvík og Ölfusvatnsvík
Allt efnið á Flugur.is er aðgangilegt áskrifendum Flugufrétta sem fá glóðvolgt fréttabréf í tölvupósti á hverjum föstudagsmorgni og aðgang að öllum eldri fréttabréfum og efni á vefnum fyrir 700 kr. á mánuði.