2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
11.10.2024

Hver var fyrsti fluguveiðimaður Íslands?

Hver var fyrsti stangaveiðimaður Íslands og hver veiddi fyrst á flugu sem hann hafði hnýtt sjálfur? Hvernig veiðir maður á Laxdælu? Frá öllu þessu og miklu fleiru greinir í fjörugu viðtali við Jón Aðalstein Þorgeirsson í tilefni útgáfu bókarinnar LAXÁ sem kemur í búðir innan tíðar. Aðrir sem segja sögur í tölublaði vikunnar eru Guðjón Einarsson, Guðrún Una Jónsdóttir, Eiður Kristjánsson, Gunnar Bender og Ólafur Finnbogason. Alls konar í Flugufréttum vikunnar. Á myndinni er Jón Aðalsteinn Þorgeirsson býsna vígalegur við Sogið í Laxá í Laxárdal síðasta sumar.