2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
27.9.2024

Birtingar og laxar skvetta sér í Flugufréttum

Við erum á sjóbirtings- og laxaslóðum í Flugufréttum vikunnar. Skotist er í haustveiði rétt fyrir lokun Hofsár í Vopnafirði, kíkt á birtinga í Eldvatni í Meðallandi og einnig í Stóru Langadalsá. Staðarhaldarinn við Langá á Mýrum gerir upp feiknagott sumar og Bjarni Júlíusson spáir í spilin eins og honum einum er lagið. Spriklandi fjörugar Flugufréttir bíða í pósthólfum áskrifenda.