2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
16.8.2024

Laxar og sjóbleikjur

Laxar og sjóbleikjur eru áberandi í Flugufréttum að þessu sinni. Sagt er frá laxveiðiferðum í Norðurá og Aðaldalinn, og sjóbleikjuveiði í Fjarðará í Borgarfirði eystra og Svarfaðardalsá. Við kíkjum einnig á bleikjur í Hlíðarvatni og heyrum af síðasta hollinu sem veiddi væna urriða í Laxárdalnum þetta sumarið, en veiðum lauk þar um miðjan dag í gær. Á myndinni er Ásthildur Sturludóttir við Laxfoss í Norðurá.