2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
14.6.2024

220 silungar á tveimur dögum

Fyrr í vikunni gerðu nokkrir vinir sér lítið fyrir og lönduðu um 220 silungum úr Mallandsvötnum á Skaga á innan við tveimur dögum, fínustu matfiskum frá 1-3 punda mest. Segir af ferðinni í Flugufréttum en við fáum einnig fréttir úr Brúará, Norðurá, Vatnsdalsá, Laxá í Aðaldal og að sjálfsögðu smávegis fregnir af Hlíðarvatni í Selvogi. Á myndinni hvílir Helgi Jóhannesson sig á Skagaheiði með fallegar bleikjur sér við hlið.