2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
1.3.2024

Veiði allan sólarhringinn og von á vænum silungum

Í Flugufréttum vikunnar er fjallað um Mallandsvötnin á Skaga og veiðina þar. Á Skagaheiði má veiða allan sólarhringinn kjósi menn það. Þar upplifa menn algjört frelsi og fullkominn frið í faðmi náttúrunnar. Við segjum einnig frá aðalfundi SVFR sem fram fór í gærkvöldi og birtum harðorða ályktun gegn stjórnlausu sjókvíaeldi við Íslandsstrendur. Kristján Friðriksson gerir upp átakið sitt Febrúarflugur en því lauk formlega á miðnætti og við birtum myndir af Silfur perlunni eins og Sveinn Þór Arnarson hnýtir hana. Á myndinni er falleg Mallandsbleikja.