2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
16.2.2024

"Þeir lögðust á botninn og stúderuðu klakið"

Hermann Brynjarsson er reynslubolti í fluguveiðum. Í fréttabréfi vikunnar ræðir hann m.a. um upphaf andstreymisveiða með tökuvara og kúluhausum í urriðaveiðunum fyrir norðan. Þar ber ýmislegt áhugavert á góma. Við skellum okkur líka til Patagóníu að veiða í Rio Grande með Hilmari Hanssyni, Febrúarflugurnar eru á sínum stað og Högni Harðarson birtir merkilega ádrepu um sjóbleikjuveiðar: Af hverju er til dæmis samkvæmt kvóta leyft að drepa tæplega 1.500 bleikjur yfir sumarið í einni og sömu ánni þegar meðalveiði síðustu fimm ára þar hefur verið rétt um 300 bleikjur? Á myndinni eru Hermann Brynjarsson og labrador hundurinn hans að spá í spilinn í Laxárdalnum.