2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
22.12.2023

Alls kyns ævintýri frá liðnu sumri

Í Flugufréttum vikunnar ferðumst við með Jakobi Sindra Þórssyni vítt og breitt um landið til að rifja upp ævintýri frá liðnu sumri. Meðal annars er staldrað við í Staðarhólsá og Hvolsá, Tungufljóti, Laugardalsá og Laxá í Mývatnssveit. Benjamín Þorri Bergsson segir okkur frá því þegar hann elti boltaurriða niður breiðuna við Varastaðahólma í Laxárdal með stöngina hátt á lofti en náði aldrei til botns og Tryggvi Guðmundsson rifjar upp þegar hann hjálpaði 15 ára strák að setja í boltableikju í litlum læk sem rennur út í Norðlingafljót. Þá þurfti að fara varlega og hreinlega skríða á maganum. Við heyrum einnig hljóðið í Hörpu Hlín Þórðardóttur sem er á veiðum í Paraná á landamærum Argentínu og Paragvæ. Alls konar í Flugufréttum vikunnar. Myndin er af Jakobi Sindra með lax sem hafa þurfti mikið fyrir úr Staðarhólsá síðasta sumar.

 

17.6.2023

Bleikjur og Buzzer