2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
29.9.2023

Svarthöfði hefur talað

Þorsteinn Bachmann segir sögur af haustveiði í Flugufréttum vikunnar og lærir sína lexíu af sjálfum Svarthöfða. Rætt er við Jón Víði Hauksson um þau náttúruspjöll sem sjókvíaeldið veldur en Jón Víðir stóð í því um síðustu helgi að reyna að ná eldislöxum upp úr Staðará í Steingrímsfirði. Flugufréttir slást í för með Elíasi Pétri og Emil Tuma vini hans í Skógá undir Eyjafjöllum þar sem þeir gerðu góða veiði og loks afhjúpar Bjarni Júlíusson töfrafluguna Pink Diablo sem hefur gert miklar rósir í sumar. Bjarni sendir lesendum skeyti beint af bakkanum í Stóru Langadalsá á Skógarströnd þar sem hann landaði í gær síðasta fiskinum sínum þetta sumarið.

 

17.6.2023

Bleikjur og Buzzer