2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
11.8.2023

Vantar víða vatn en Drottningin sjaldan betri

Nils Folmer Jörgensen var að koma úr Miðfjarðará í Bakkafirði, Laxá í Aðaldal og Víðidalsá og segir frá stöðu mála í laxveiðinni fyrir norðan. Atli Bergmann mokaði upp stórbleikjum úr Skjálftavatni, þrumur og eldingar röskuðu ró Karls Eiríkssonar í stuttri en frábærri veiðiferð í Brúará, Benjamín Þorri Bergsson heldur áfram að krækja í kusurnar í Eyjafjarðará og Stefán Jón Hafstein fagnar fyrsta hnúðlaxinum sem hann veiðir um ævina. Alls konar skemmtilegt í Flugufréttum vikunnar. Á myndinni er Nils Folmer með stórlax úr Miðfjarðará í Bakkafirði sem lét hafa verulega mikið fyrir sér við afar krefjandi aðstæður.

 

17.6.2023

Bleikjur og Buzzer