Í stútfullum Flugufréttum dagsins er rætt við ofurkonuna Helgu Gísladóttur sem er sífellt að læra meira um leyndardóma fluguveiðanna til þess að getað miðlað til þeirra sem eru að stíga sin fyrstu skref.
Baldur Hermannsson, faðir Frigga" segir okkur frá sérlega góðri bleikjuveiði í Fljótunum en hann veiddi þar 39 silunga á tveimur dögum. Hann sýnir okkur flugurnar sem hann notaði, það er ein gjöful, sú heitir Haraldur!
Við fullyrðum að sjóbirtingurinn sé mættur og segjum sitthvað fleira í Flugufréttum sem komu í árla í morgun.
Helga Gísladóttir tók meðfylgjandi mynd af Þóru Sigrúnu í Laxárdalnum á dögunum.