2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
10.6.2022

Langavatn og Dalurinn

Árni Kristinn Skúlason hafði leyst af sem staðarhaldari við Laxá í Laxárdal í hálfan mánuð þegar við heyrðum í honum hljóðið í gærkvöldi. Hann segir að staðan í Dalnum sé feikna góð og það var líka feikna gaman þegar hann skaust í Langavatn í Reykjahverfi og landaði 24 fallegum bleikjum á tveimur klukkutímum. Rætt er við Árna í Flugufréttum og einnig við Lilju Bjarnadóttur um verkefnið "Kastað til góðs" sem fram fór á bökkum Langár á Mýrum um hvítasunnuna. Að auki veiðum við ágæta urriða í Reykjadalsá, Ívar Örn Hauksson segir okkur frá fyrsta fiski sumarsins hjá honum í Sauðlauksdalnum og Örn Hjálmarsson gefur nokkur góð ráð um veiðar í Hraunsfirðinum. Loks er fjallað um 40 ára afmælisútgáfu Sportveiðiblaðsins og sagt frá Hlíðarvatnsdeginum. Á myndinni er Árni Kristinn með 66 sm urriða úr Laxárdal.

 

6.10.2022

Römm er sú taug

30.9.2022

Grænland