2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
19.11.2021

Villingavatn og eftirminnilegur tvíhendulax

Villingavatn geymir stóra urriða í grunnu vatni og gjarnan má sjá straumrastir í yfirborðinu þegar þeir svamla um svæðið. Um árabil vissu fáir af leyndardómum þessa litla vatns en núna er það meira sótt. Félagarnir Árni Árnason, Ívar Örn Hauksson og Örvar Bessason ákváðu að freista gæfunnar í Villingavatni 19. september og segja að vatnið sé afar spennandi en að e.t.v. hafi þeir verið heldur seint á ferðinni, líklega sé meira um að vera á þessum slóðum fyrri hluta sumars. Frá þessu segir í Flugufréttum vikunnar og við fáum sögu af eftirminnilegum laxi úr Ytri Rangá, fjallað er um raunir sjóbleikjunnar og líklega bestu alhliða laxafluguna. Alls konar á föstudögum í Flugufréttum.