2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
23.7.2021

Stórlaxar, smálaxagöngur og sjóbleikjan

Laxinn er í stóru hlutverki í Flugufréttum dagsins enda gengur hann af þó nokkrum krafti í árnar um þessar mundir. Við stingum niður fæti í Norðurá, Flekkudalsá og Fljótaá þar sem við tökum stöðuna og birtum mynd af einni stærstu hrygnu sem veiðst hefur í Flekkudalsá í langan tíma.  

Sjóbleikjan fyrir Norðurlandi er líka til umfjöllunar en árnar hafa varla verið veiðandi til þessa vegna leysinga.