2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
18.3.2021

Vorveiðin: Frosið í lykkjum eður ei?

Það eru 13 dagar þar til vorveiðin hefst. Fréttabréf vikunnar skilar sér í pósthólf lesenda eldsnemma á föstudagsmorgni og er að þessu sinni helgað aprílveiðinni að mestu og farið víða um land. Átta vaskir veiðimenn segja okkur hvert þeir ætla fyrstu ferðina og hvort þeir hlakki til. Að auki birtum við mynd og uppskrift að athyglisverðri sænskri flugu sem kallast Alevin og á að líkja eftir urriða- eða laxahrogni sem er við það að klekjast. Þessar flugur gefa oft góða veiði snemma vors í Norður-Svíþjóð áður en vorleysingar fara á fullt. Myndin er af Hörpu Hlín Þórðardóttur með frosið í lykkjum við Leirá síðasta vor.