2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
18.2.2021

Sagan af Winston og nýr formaður Ármanna

Við bergjum af sagnabrunni Guðmundar Péturssonar veiðimanns í Flugufréttum vikunnar. Hann segir okkur meðal annars söguna af tilurð flugunnar Winston og af bleikjunni í Hlíðarvatni sem rétti við krókinn á Króknum. Við kíkjum inn á komandi aðalfundi Ármanna og Stangó. Í fyrsta sinn í manna minnum verður kosið um sæti í stjórn Ármanna en það er aðeins einn í framboði til formanns og því sjálfkjörinn - við greinum frá nafni hans. Í Stangó fara hins vegar að venju fram heilmiklar kosningar um laus sæti í stjórn og fulltrúaráði og það er gaman að segja frá því að þar verður hlutur kvenna sífellt meiri. Og að sjálfsögðu er einnig fjallað um Febrúarflugur þar sem þátttakan er með ólíkindum góð - allir að hnýta!

Á myndinni er Guðmundur Pétursson með bleikjuna sem beygði krókinn.