2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
15.1.2021

Ívar hjá Flugusmiðjunni og Jónarnir tveir

Ívar Örn Hauksson segir okkur sögu sína í Flugufréttum dagsins. Hann segir frá kynnum sínum af miklum meisturum sem stunduðu Sauðlauksdalsvatn hinstu ár ævi sinnar en Ívar heimsótti vatnið 23svar sinnum síðasta sumar. Helga Gísladóttir er ötull veiðimaður eins og Ívar. Hún vill veiða alla sína frídaga og segist bara hafa sleppt úr 2-3 helgum frá vori fram á haust 2020 og uppskar sem hún sáði. Við segjum einnig frá 9 ára snáða sem kann ágætt lag á flugustönginni og landaði löxum og birtingum af miklum móð í Grímsá síðasta sumar.