Sú efri hér að ofan er Klinkhammer, en sá góði maður fann upp á því að hnýta þurrflugur á bogna öngla með hringvafningi ofan á frambúki. Flugan sigur því með afturendann niður úr vatnsfilmunni, en hringvafningurinn heldur henni á floti. Hvítur dúskur greinist á myndinni uppúr frambúk til að gefa henni ,,væng" sem stendur uppúr. Klinkhamrar fást víða um lönd og eru taldar helstu þurrflugur sem reyna ber. Erlendir veiðimenn mokveiða á þær á urriðasvæðum Laxár svo dæmi sé tekið.Sú neðri er svo Black Gnat, hnýtt með fallhlífarvæng, það er hringvafinn að ofan en ekki í kraga um öngulinn eins og venja er. Hvorug þessara flugna er ,,hefðbundin" - því þær sitja á vatnsfilmunni án þess að kraginn fari í gegnum hana.
Eins og sjá má situr Black Gnatinn (neðri fluga) ofan á vatnsfilmunni, en Klinkhammer (efri) setur undir sig afturendann. Getur gert gæfumuninn!