Ármaðurinn Ólafur Óskar Jónsson sendir okkur sýnishorn af því sem hann hnýtir með félögum sínum i Árósum. Veiðileg og einföld þurrfluga. Hann segir: Hafði séð henni bregða fyrir sennilega hjá Stefáni Hjaltested sem eins og allir vita á flugur í þúsunda tali, en hvað um það eitthvað fannst mér til um gripinn svo að það var staðfastur ásetningur hjá mér að hnýta hana.
Nú uppskriftin er sáraeinföld: Stél grátt grizzly, búkur peacock og hálsvöf grátt grizzly. Öngull #16 og hnýtingartvinni grár.
Þar sem ég er mest í vatnaveiði þá er þessi alveg tilvalin í það held ég.