2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
8.8.2020

Gárubragðið: Grein fyrir byrjendur

Þessi grein fjallar um grunnatriði við gárubragðið, sýnir myndir af flugum og túpum og kemur lesanda af stað við að beita einu skæðasta bragði lax- og silungsveiða. Ekki neita þér um þetta!

 Ef fluguveiðinn er hinn sanni tónn veiðimennskunnar, þá er veiði með portlandsbragði alveg sérstök upplifun. Það er upplifun sem aðeins þeir sem hafa reynt þekkja, hún er ólík öllu öðru í veiðinni.

Portland

Veiði með gáruhnút uppgötvaðist fyrir tilviljun af veiðimönnum sem voru að veiða í ánni Portland Creek á Nýfundnalandi. Þeir voru að veiða með splæsta tauma og það gáraði frá samsettningunum, það var ekki mikil veiði hjá þeim, en þeir tóku eftir því að fiskurinn kom í gáruna sem myndaðist þar sem taumarnir voru splæstir saman. Þá datt einum þeirra það snjallræði í hug að binda hnút við haus flugunnar og viti menn: þá fóru þeir að veiða.

Túpan

Við Íslendingar fullkomnuðum þessa aðferð og bjuggum til gárutúpuna sem er einstaklega hentug við íslenskar aðstæður þar sem er mikið vatn og í miklum straumi. Við getum með þessu móti haft sterkari tauma sem henta okkur vel í rokinu á Íslandi. Einu verðum við að gæta okkar á, það má ekki freyða af túpuni þegar hún gárar.

Gárutúpan gerir frekar grófa gáru sem er í lagi við flestar þær aðstæður sem upp koma. En aftur á móti ef við erum að veiða í litlu vatni getur gáran af venjulegri gárutúpu verið of gróf, þá grípum við til míkrótúpunnar eða Vilson tvíkrækju no12 og bregðum Portlandsbragðinu um haus flugunnar eða míkrótúpunnar.  Þá fáum við ennþá nettari gáru sem hentar vel þegar árnar eru komnar ofan í grjót eins og stundum gerist. Eitt verðum við þó að passa og það er að vera með grennri taum, það er jafn mikið lykilatriði þegar við veiðum með míkrótúpu eða lítilli flugu eins og gáran sjálf.Gróft og fínt

Tökurnar á portlandsbragðið eru öðruvísi en venjulega, þær eru mun hægari en við venjulega fluguveiði og manni finnst fiskurinn vera heila eilífð að festa sig.  Mikilvægt er að bregða alls ekki við fiskinum, en það getur verið mjög erfitt að aðhafast ekkert. Þetta er raunverulega það sem menn þurfa að hafa í huga þegar veitt er með gáru túpum.Tökurnar

Ég vona að þið hafið gagn af þessu og nú hvet ég þá sem ekki hafa reynt þessa aðferð að prófa þetta hið fyrsta . Ég get lofað ykkur því að árangurinn lætur ekki á sér standa og hefst þá nýr kafli í veiðisögunni, kafli sem gerir það að verkum að það verður ekki aftur snúið, aldrei aftur snúið!

Veiðikveðja, Hilmar H.

SJH bætir við:

Gárubragðið er sýnt mjög einfalt hér á myndinni fyrir neðan.  Fræðimenn á sviðinu, t.d. Art Lee sem skrifað hefur bók um þessa veiðiaðferð myndi hafa um þetta fleiri orð, en þessi dugar fyrir alla byrjendur, ef þeir hafa þá ekki fengið sér túpu til að byrja með, sem er auðveldast. 

Einnig var umfjöllun um þetta mál í Flugufréttum, 5. jan 2001, eintak er á vefnum.
Takið eftir að taumurinn vísar fram og að veiðimanninum.  Því er ekki saman hvernig bragðið snýr eftir því af hvorum bakka er kastað.

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði