2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
2.8.2020

Morgunstund á Hamri

Við, Sigþór, Kalli og undirritaður, erum staddir í Veiðihúsinu Hofi í Mývatnssveit að borða morgunmat. Þetta er önnur veiðiferð hópsins í Mývatnssveitina sumarið 2019. Eftir stórskemmtilega kvöldvakt á Geirastöðum kvöldið áður eru menn misæstir að koma sér af stað niður á Hamar fyrir síðustu morgunvaktina. Veðrið er fallegt, sólin skín og hægur andvari. Það eru allir tilbúnir í vaktina en Sigþór er óþreyjufullur og tönglast í sífellu á því að við þurfum að koma okkur af stað. Takturinn hjá okkur Kalla er aðeins hægari en það þarf ekkert að snúa upp á hendina á okkur, við erum á leiðinni. Oft er þessu nú þveröfugt farið en það er önnur saga.

Sigþór mættur og byrjaður að egna fyrir alvöru fiskum

Hálfhissa á æsingnum í Sigþóri keyrum við niður eftir og hann rýkur af stað um leið og bílnum er lagt. Við röltum svo á eftir honum og heyrum hann skríkja upp af geðshræringu út undan okkur, "ég sagði ykkur það, það er fiskur í uppítöku út um allan hrygginn". Þvílík draumsýn, stórir urriðar súpa á flugum, hausinn uppúr og bakið fylgir, stundum aðeins goggurinn. Sigþór er kominn að Hesthúsflóanum og byrjar að þenja köstin því þarna þarf að kasta langt til að eitthvað vit sé í rekinu. Við Kalli fylgjumst með álengdar og fylgjumst með Sigþóri ganga aftur í barndóm af spenningi. Nú má ekki misskilja þetta sem svo að við höfum ekki verið peppaðir því við vorum það sannarlega líka, en við vildum sjá dæmið ganga upp áður en við vættum buxurnar. Sigþór var ekki lengi að fá viðbrögð, fiskarnir skoða þurrfluguna hjá honum í þrí- eða fjórgang áður en hann festir í góðum fiski. BINGÓ. Þarna vorum við auðvitað löngu komnir til hans og farnir að lifa okkur inn í allar tilraunir höfðingjanna á Hesthúsflóa hryggnum. Hálf óöruggur með að ná almennilegu reki á þessum stað tók ég við stönginni hjá Sigþóri og byrjaði að kreista út alla auka metra sem ég fann. Við vorum með 10" stöng og höfðum allir gott af þessu auka feti. Lengdin var samt að stríða mér og bakkinn að flækjast fyrir mér. Þegar eitt kastið datt á réttan stað þá fengum við viðbragð en festum ekki í fiskinum. Aftur gekk dæmið upp og núna festist flugan á réttum stað. BINGÓ í sal.


Þurrflugan Galdralöpp á góðum stað í kjaftinum

Eftir stórkostlegan tíma á Hesthúsflóa rifum við okkur af stað og röltum niður í Hrafnstaðaey þar sem við lentum í svipuðum málum. Stórir og flottir fiskar í uppítöku, ótrúlegur morgun í frábærum félagsskap. Svona morgnar ilja manni á köldum vetrarkvöldum.

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði