2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
28.7.2020

Nokkrar góðar hugmyndir

 
Fugufréttir gerðust boðflennur þegar hnýtingafélagar hittust í fyrravetur. Strákarnir eru, frá vinsti talið, Dóri Braga, Robbi, Sveinn Rúnar, Stebbi og Júlli. Auðvita tókum við myndir af nokkrum leynivopnum og þau er að finna hér að neðan fyrir lesendur flugur.is, til upprifjunar fyrir Flugufréttalesendur og til að sýna hinum af hverju þeir missa með því að vera ekki í áskrift!

Halldór Bragason hafði nokkrum sinnum minnst á ,,Mother of all pupes" í samtölum við ritstjóra Flugufrétta og ákvað hann að kynna okkur formlega fyrir flugunni. Okkur var boðið á hnýtingakvöld nokkurra góðra vina og þar var margt skemmtilegt skrafað og hnýtt.

,,Júlli hannaði hana," sagði Dóri um leið og hann sýndi Móðurina ,,og hún hefur bjargað mörgum veiðidögum," sagð'ann og einhver bætti við að hún hafi meira að segja bjargað heilu túrunum. ,,Muniði til dæmis þegar við vorum í Svartá," spurði einhver og Júlli sagðist aldrei gleyma því. ,,Það var makalaust hvað þessi púpa gaf. Ég reyndi margt annað án árangurs meðan Móðirin gaf hvern fiskinn af öðrum. Mér er sértaklega minnisstætt þegar ég kastaði andstreymis í nokkuð stríðan streng og það var fiskur á eftir púpunni í hverju kasti og ótrúlega margir tóku. Þarna skildi ég orðatiltækið um að það væri fiskur undir hverjum steini," segir Júlli.

Litasamsetning Móðurinnar er einstök. Skottið er rautt, afturbúkur úr hologram tinseli, þá kemur peocok kragi og loks kúla. Baneitruð sametning!


Sveinn Rúnar með Rolluna.

Það var misjafnt hvað menn nýttu. Dóri hélt sig við öngulstærð 14 og vafði hvern Peocokinn af öðrum meðan einverjir voru á því að flugan væri gjöfulli stærri. Dóri þvertók fyrir það, sagðist nota Tungsten kúlu þannig að flugan sökkvi hratt og það gerði oft gæfumuninn. Hann dró fram tvær púpur í þessari stærð. Aðra kallar hann Flókadalspúpuna, því í dalnum gefur hún stundum meira en flestar aðrar flugur. Hin púpan er útgáfa Dóra af Silfurperlu sem norskir fluguveiðimenn hafa notað með góðum árangri í Laxá í Mývatnssveit. Upphaflega er Silfurperlan tvíkrækja, en Dóri hnýtir hana sem einkrækju, á öngul númer 14 og auðvita með Tungsten kúlu.

 

Robbi dundaði sér við að hnýta Rauðrössu, einhverskonar sambland af Nobbler og Wolly Worm, flugu sem ber það með sér að bæði urriði og bleikja eru sólgin í hana. Frændi hans, Björgin á Kraunastöðum, kynnti hann fyrir Rauðrössu. Eftir nokkur eintök skipti hann yfir í púpu sem hann nefnir eftir sjálfum sér. Robbinn er snotur púpa, svart vinilribb með gylltum vöfum og gylltri kúlu. Falleg púpa og gjöful að sögn strákanna.

 

 

 

 

Meðan Sveinn Rúnar hnýtti Rolluna ræddu strákarnir um Blóðorminn sem sannarlega reyndist öllum hópum sérlega vel síðasta sumar. Stebbi benti þá á að í Brúará væri ormurinn hvítur. Þar hafði hann séð orm í bleikjumaga sem er nánast hvítur með örlitlu rauðu. Hann vefur hvítum tvinna um öngulinn, síðan flurosent rauðum fremst við kúluna. Yfir þetta fer síðan glær vinilribb og flugan er tilbúinn. Það verður gaman að prófa hana í Brúará!

 

 

 
Endurbirt grein frá 2011. Flugurnar standast tímans tönn og td. veiða margir vel á Rolluna.
 

 

Já!

Ég vil gerast áskrifandi að Flugufréttum sjá allar nýju flugurnar sem þar eru kynntar!

 
Smelltu hér til að skrá þig.

Þeir sem ganga í netkúbbinn njóta hlunninda. Þau felast í áskrift að Flugufréttum fyrir aðeins 125 kr. á viku.   Flugufréttir koma út vikulega með tölvupósti beint til viðtakenda.

Kúbbfélagar fá:  Allar greinar á vefnum ókeypis og geta nýtt sér leitarvélina til að finna hvaðeina sem er á vefnum. 

Þá njóta félagar margvíslegra tilboða, og geta notfært sér ráðgjafarþjónustu vefjarins sér að kostnaðarlausu. 

 

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði