2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
25.7.2020

Veiðidagbókin er ómetanleg

 

Stundum eru minningarnar svo ljóslifandi að ekkert fær slegið fölvaá þær.  En oft rekur maður sig á að jafnvel glæstir fiskar fá á sig gleymsku blæ. Þorsteinn G. Gunnarsson skrifar snjalla hugvekju um gildi veiðidagbókarinnar,góð áminning, og það er hægt að byrja strax!  Hann skrifar um Öskudagsveiði:

 Svona hófst pistill sem birtist í Flugufréttum í febrúar 2002. Hann kom upp í huga minn um áramótin þegar margir liðnir atburðir rifjuðust upp þegar gluggað var í gamlar veiðibækur. Höldum áfram með pistilinn:

Ég fór að veiða í rokinu á öskudaginn. Það gekk vel, reyndar alveg ótrúlega. Var í Grenlæknum og átti góða stund með Pjetri vini mínum á bakkanum rétt ofan við brúna. Vorum búnir að ná nokkrum við Grashólmann og vorum í kaffipásu að velta fyrir okkur þjóðmálunum þegar við heyrðum "búmm", djúpa hljóðið sem heyrist einungis þegar stórir fiskar lenda eftir heimsmetstilraun í hástökki.

Auðvitað óð ég útí,var með sökklínu enda hylirnir djúpir og straumurinn nokkur við vesturlandið. Á endanum var ein eftirlætisflugan mín,Wolly Worm, straumfluga númer sex. Byrjaði efst í hylnum.Línan lagðist vel, algert draumakast og það hreinlega lá við að fiskurinn stykki upp á móti flugunni og tæki hana á lofti, þvílík var græðgin í honum. Þetta var fallegur silfur gljáandi sjóbirtingur sem sannarlega kunni að berjast, sex veiðimannpund eða svo. Já, þetta var góður dagur. Úr Grenilæknum fór ég í Laxá í Þing með viðkomu í Hlíðarvatni, Hítarvatni og Elliðavatni!

Heilsárs sport

Já, það er dásamlegt að stunda heilsárs sport eins og fluguveiðar og stytta veturinn með kastæfingum, hnýtingum og endurupplifun ævintýranna eins og ég gerði á öskudaginn. Ég fann nefnilega fimm ára gamla dagbók sem ég skrifaði í allt sem ég hugsaði og sýslaði í sambandi við veiði. Í bókinni voru upplýsingarum hvað ég hafði hnýtt á dag, hugsað, keypt, við hverjar var rætt um veiði og að sjálfsögðu frásagnir og myndir úr veiðitúrum. Hver einasti fiskur skráður, lengd og þyngd, athugasemdir um tiktúrur veiðifélaganna og jafnvel um bullið í þeim sem skrifa um veiði.

Mesta eftirsjáin

Mest sé ég eftir því að hafa ekki haldið út með dagbókarskrifin. Hætti þegar líða tók á sumarið en margt þarna lýsir vel þankagangi veiðimanna og eftirvæntingunni eftir fyrsta veiðitúrnum, eins og þetta frá 5. maí vegna fyrirhugaðs túr í lækinn sex dögum síðar:

Hnýtti einn Rambó fyrir morgunverð. 4 stiga frost í nótt og Mýrdalssandur lokaður vegna veðurs. Spáin á netinu gefur þokkalegar vonir, en hvenær hafa þessar langtímaspár ræst? Fékk hugmynd að einfaldri silungaflugu; silfurlitaður öngull, búkurúr koparvír og grár íkorni í væng. Lítur vel út í huganum,hnýti hana á morgun.

Ég man enn þá allar áhyggjurnar en vitaskuld var verðið frábært og veiðin góð. Nú er ég aftur byrjaður á veiðidagbók enda veit ég núna hvað minningarnar geta stytt veturinn og ég skora á alla veiðimenn að gera slíkt hið sama, það ætti enginn að sjá eftir því.

-þgg

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði