2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
23.7.2020

Hnýtingakennsla 29. þáttur. Pétur hross

 Pétur hross: Skemmtilegt afbrigði góðrar flugu.

Ég hef gaman að því að hnýta straumfluguútgáfur af hefðbundnum silungaflugum. Hér er ein útgáfan sem hefur reynst mér vel. Föðurbróðir minn veiddi iðulega á Peter Ross í Laxá í Mývatnssveit. Hann sagði að menn þyrftu yfirhöfuð ekki að vera með aðra flugu í boxinu sínu. Ég notaði hins vegar straumflugur í ánni með ágætis árangri og datt í hug að gera mína útgáfu af Peter Ross straumflugu sem ég kalla Pétur hross.

 

Í Pétur hross notum við nánast sama efni og í Peter Ross, þ.e. flatt og ávalt silfur tilsel í búk. Í staðinn fyrir hefðbundið dubb-efni notum við dubb-bursta enda er það miklu einfaldara og þægilegra. Stélið er síðan úr bekkfjöður af gullfashana. Helsta breytingin er í vængum en í Pétur hross notum við grátt íkornaskott en ekki teal-fjöður eins og í Peter Ross.  


Eftir að hafa fest tvinnann á öngullegginn færum við hann aftur þannig að hann sé miðja vegu milli aghnalds og odds. Þar festum við niður nokkrar fanir úr bekkfjöður gullfashana.


Þá festum við niður flata og ávala silfur-tinselið. Gerum afturbúkinn úr flötu tilseli og látum hann ná rétt framfyrir miðjan öngullegginn. Vöfin eru gerð með ávala tilselinu. Gott er að festa þau niður en við klippum ekki afganginn í burtu því samskonar vöf eru notuð yfir frambúkinn.


Þá festum við dubb-burstann niður og vefjum fram að auga...


...en gætum þess að skilja eftir pláss svo við lendum ekki í erfiðleikum þegar við hnýtum niður skeggið og vænginn. Þegar búkurinn er kominn gerum við vafninga úr silfraða ávala tilselinu.


Skeggið gerum við á hefðbundin hátt...
 

...og vænginn líka. Mikilvægt er að setja dropa af lakki undir vænginn til þess að styrkja hann. Að endingu byggjum við upp haus, lökkum hann og flugan er tilbúin.

Prófið endilega að hnýta Pétur hross, tölurnar eru oft stórskemmtilegar.

Endurbirt kennsla af Flugur.is greinarsafni
 

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði