Pétur hross: Skemmtilegt afbrigði góðrar flugu.
Ég hef gaman að því að hnýta straumfluguútgáfur af hefðbundnum silungaflugum. Hér er ein útgáfan sem hefur reynst mér vel. Föðurbróðir minn veiddi iðulega á Peter Ross í Laxá í Mývatnssveit. Hann sagði að menn þyrftu yfirhöfuð ekki að vera með aðra flugu í boxinu sínu. Ég notaði hins vegar straumflugur í ánni með ágætis árangri og datt í hug að gera mína útgáfu af Peter Ross straumflugu sem ég kalla Pétur hross.