2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
18.7.2020

Flugufréttir

 
Bubbi með fallegan lax í Flugufréttum gærdagsins. Bubbi sagði frá 12 daga veiðiferð af Nessvæðinu í Laxá í Aðaldal.

Í Flugufréttum vikunnar er líka tekið hús á veiðimönnum við veiðar í Svalbarðsá. Veiðimanni sem lenti í ótrúlegri uppákomu með ránbleikjum í fjallavatni og einum sem lenti í því óhappi að brjóta stöngina sína. Flugufréttir brutu einnig niður veiðina hingað til á tímabilinu, það er víða potturinn brotinn og ljóst að sum staðar virðist einfaldlega vanta laxinn. Á sumum svæðum virðist vera töluvert af fiski en takan hefur verið hæg. Mest höfum við frétt af óvenjulega sterkri veiði í Rangárnar og þá frekar Eystri auk þess hefur Sogið verið að dafna vel þetta sumar sem eru gleðitíðindi eftir mörg mögur ár. Skráðu þig hérna til að gerast áskrifandi af vikulegum Flugufréttum, þær mæta brakandi ferskar til þín í tölvupósti alla föstudaga í 20 ár!

Hvernig verður sumarið?

Það er athyglisvert að skoða veiðitölur nú um mitt sumar hafa valdið vonbrigðum, sérstaklega á Vesturlandi en spáð hafði verið ágætum smálaxagöngum. Ef árnar í Borgarfirði eru skoðaðar má sjá að Norðurá var komin í 475 laxa á miðvikudaginn. Árið 2018 var hún komin yfir 1000 laxa á svipuðum tíma og í 800 laxa árið 2017.

Þverá og Kjarrá eru komnar í 345 laxa. Laxafjöldinn var hins vegarkominn yfir 1000 á svipuðum tíma árið 2018 og yfir 1000 laxa árið 2017.

187 laxar eru komnir upp úr Blöndu. Áið 2018 voru þeir 417 talsins og 514 árið 2017.

Það því ljóst að nokkuð vantar uppá til að þessar ár og fleiri nái því flugi sem vonast var eftir. Árnar á Suðurlandi virðast vera á ágætum málum, í það minnsta virðast sleppingarnar í Eystri Rangá skila sér vel um þessar mundir.

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði