2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
9.7.2020

Vikutölur laxveiðinnar

 
Tvær dömur í Hofsá.  Mynd Strengur Angling

Nokkrar laxveiðiár tóku á flug í síðustu viku en í öðrum var takan verulega hæg eftir langvarandi sólarblíðu og hita. Eystri Rangá átti algjöra sprengju viku og er nú búið að landa hátt í 700 löxum þar. Besti dagurinn í síðustu viku skilaði heilum 102 löxum á land en vikan í heild um 500 löxum. Stórlax er þar enn í miklum meirihluta. 
 

 Í Hofsá hefur veiðin verðið stunduð mjög hóflega á 4 til 6 stangir á dag frá opnun og nú þegar fjórða holl er að ljúka veiði er talan komin yfir 100 laxa á land. Mikið fjör við Hofsá, margir staðir inni og flott vatn. Í Ytri Rangá veiddust um 200 laxar síðastliðna viku og þar er veiðin að aukast dag frá degi. Í Elliðaánum eru komnir 119 laxar á land, fiskur löngu mættur upp á efstu staði og öll áin virk. Takan þó í rólegra lagi miðað við fiskimagn því yfir 900 laxar hafa gengið teljarann og daglega fara þar 50-80 fiskar í gegn. Miðfjarðaráin tók líka við sér með tæplega 100 laxa viku og þar af kom 31 lax á land í gærdag. Í Jöklu komu 41 lax á land þessa fyrstu viku veiðinnar og í Langá 60 laxar. Sem sagt víða róleg taka sérstaklega miðað við hversu mikil fiskigengdin hefur verið en svona langvarandi hlýindi og stanslaus sól hægir stundum verulega á tökunni. 

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði