Stefán heitinn Jónsson ritaði þessa dramatísku lýsingu á Brúará í bókinni Roðskinna.
Svartur Killer
Brúará verður sífellt vinsælli meðal fluguveiðimanna enda finnst þeim áin mikil áskorun, því varla er finnst dyntóttari bleikja en í þessu vatnsmikla og tæra fljóti. Margur veiðimaðurinn þarf að fara nokkrar ferðir í ána áður en hann nær að setja í fisk. En með réttum leiðbeiningum má fækka fisklausu ferðunum. Flugufréttir leituðu eftir ráðum til Garðars Scheving, helsta sérfræðings landsins í Brúará. Þar hefur Garðar veitt á flugu í rúmlega 40 ár. Myndirnar sem fylgja með greininni eru af púpum sem Garðar hnýtir með þyngingu á bakinu þannig að þær snúi öfugt og festist í efra skolti bleikjunnar. Þannig segist hann ná meiri festu í fiskinum.
Rólegan æsing!
Það fyrsta sem menn þurfa að hafa í huga er að í fáum ám á bleikjan jafn auðvelt með að sjá veiðimanninn og í Brúará, segir Garðar. ,,Ókunnugir eiga það til að ganga efir bökkunum, kasta og vera síðan undrandi á því að þeir verði ekki varir. Kunnugir nálgast hins vegar veiðistaðina ofanfrá og nálgast þá hægt og rólega. Best er að gefa sér góðan tíma í að nálgast tökustaðina og ef við förum of nálægt þeim þannig að bleikjan styggist er oft nægjanlegt að standa kyrr nokkrar mínútur til þess að róa bleikjuna og fá hana til að synda alveg upp að sér."

March Brown
Oftast rétt við bakkann
Garðar segir það menn þurfi sjaldan að vaða mikið í Brúará, sem kannski er eins gott, því um straummikið stórfljót er að ræða. Hann segir bleikjuna yfirleitt taka fluguna einn og hálfan metra frá bakka.
"Það eru ákveðnar grunnreglur sem þarf að fara eftir í Brúará. Til að mynda liggur bleikjan djúpt ef í köldu veðri, þá er gott að nota þyngdar flugur sem ná niður til bleikjunnar. Þegar loft- og vatnshitinn hækkar lyftir bleikjan sér og þá fer hún að taka léttar nympur eða það sem skemmtilegast er, þurrflugu.
Annað sem gott er að hafa í huga er að oft verður súrefnisskortur á grynningunum í Brúará. Þá liggur bleikjan kyrr og nennir hvorki að hreyfa sig né taka fluguna þótt hana beri rétt að fiskinum. Við þessar aðstæður er rétt að kasta ú straumröstina við grynningarnar, þar er mesta súrefnið og þar getur bleikjan oft verið í tökustuði, þótt fiskurinn sem liggur tveimur fetrum frá nenni ekki að hreyfa sig!"
Peacock
Strippað hratt með straumflugum
Púpuveiði er algeng í Brúará og þótt hér séu sýndar púpur sem Garðar hefur náð miklum árangri með í Brúará, segist hann í auknum mæli nota straumflugur í Brúará, "og þá strippa ég hratt. Ég nota mest straumflugur hnýttar á öngul númer átta. Mickey Finn er í sérstöku uppáhaldi hjá mér en Whiskey Fly, Heimasætan, Dentist og Colly Dog hafa einning gefið mér góða veiði.
Það er mikið talað um að litlar svartar púpur dugi best í Brúará, en ég er ekki á sama máli. Ég er mjög duglegur að skoða magainnihald bleikjunnar og oft hef ég séð hana fulla af hvítum grasmaðki. Þá set ég Corexu undir, oft með mjög góðum árangri.
Veiðimenn, ekki síst þeir sem veiða í Brúará, verða að vera duglegri að skipta um flugu þar til þeir finna þá sem hann tekur í það skiptið. Mér er minnistætt þegar ég einhverju sinni mætti hjónum við Brúará. Maðurinn hélt um stöngina sína þannig að flugan sást ekki. Flugan mín sást hins vegar mjög vel, enda um stóra dræsu að ræða. Manninum blöskraði stærðin á flugunni og sagði að menn ættu ekki að nota svona stórar flugur. Konan hans leit þá á hann og sagði, af hverju ekki, þessi maður er alla vega búinn að veiða, það er annað en þú!
Ég sýndi þeim bleikjurnar átta sem ég var með í pokanum og allar höfðu þær tekið stóru dræsuna en þessi maður hafði ekkert fengið en var viss um að ekkert dygði í Brúará nema litlar svartar púpur!"
Watson´s Fancy
Alltaf með þrjár línur!
Garðar segist aldrei fara í Brúará, án þess að vera með þrjár línur með sér "og oft veiði ég með þeim ölum sama daginn. Ég nota flotlínu þegar fiskurinn er uppi við og veiði þá með þurrflugu, léttum nympum eða straumflugum. Léttsökkvandi línu nota ég þegar fiskurinn er rétt undir yfirborðinu og þá nota ég nympur eða straumflugur. Þegar ég þarf að koma flugunni niður til bleikjunnar þá nota ég flotlínu með sökkenda. Það oft gaman að nota þannig línu í Brúará, því þegar sökkendinn er dreginn upp sést oft ólga eftir fiskinn og þá er ráðið að gefa örlítið eftir, þá tekur hann."
Púpuveiði andstreymis er nokkuð algeng veiðiaðferð í Brúará en Garðar segist ekki nota þá aðferð mikið. "Mér finnst þetta einfaldlega ekki skemmtileg veiðiaðferð enda hefur maður enga tilfinningu fyrir því sem er að gerast. Það eina sem veiðimaðurinn gerir er að einblína á tökuvarann og bregðast við ef hann hættir að reka eða sekkur. Þá get ég allt eins veitt á flugu og flot," segir Garðar. Flugur.is hafa þó örugga sönnun fyrir því að andstreymisveiðin þykir öðrum sú gjöfulasta í ánni og myndu ekki nota neitt annað!
Endurbirt heilræði.
Höfundur ÞGG