2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
12.7.2020

Veitt í hringstreymi : heilræði

 
Sjóbirtingur er falleg skepna. 

 Hvað á að gera þegar áin rennur bæði upp og niður og jafnvel í hring fyrir framan mann? Margir veiðimenn kunna að nýta sér hringstreymi í ám og öfugstreymi við bakka til að ginna fiska. Hér er lýst aðferðum fyrir þá sem vilja spreyta sig.

"Þú kannt að veiða svona staði?" segi ég við litla bróður. Og það þurfti ekkert sérstaklega að eggja mig að sýna. Ég læddist niður brekkuna og stóð í skjóli við klöpp. Megin straumur árinnar fór af fullum þunga framhjá. En vegna þess að neðan við klöppina skagaði tota út ána myndaðist öfug streymi við landið í dálitlu viki. Það er algengt að svona gerist í straumvatni. Jafnvel myndast stórir svelgir í ám, þar sem eru djúpir hyljir og vatnið fer í hringi. Meginstraumurinn liggur niður, en til hliðar og meðfram bökkum streymir vatnið upp, öfugt. 

Hvernig liggur fiskurinn?

Oft kýs fiskurinn að halda sig til hlés við meginstraumin, en liggur í straumskilum. Heldur sig jafnvel í öfug streyminu, því þangað þyrlast æti fyrir silunga, eða skapast næði fyrir laxa. Þá er rétt að muna að fiskurinn liggur með hausinn gegn straumi. Þannig berst honum súrefni í vatninu og æti ef því er að skipta. Hann liggur því "öfugur" miðað við meginstrauminn, horfir niður ána en ekki upp eins og venjulega. Fluguveiðimaður sem reynir stöðugt að kasta flugunni fyrir fiska sem liggja upp í megin straumstefnu er því að missa marks.

 

Þetta kallar á góða athugun

Ég stóð við klöppina og horfði út yfir öfugstreymið. "Svo kastar maður bara þvert út yfir öfugstreymið við bakkann, út í meginstrauminn sem beljar niður ána," segi ég við bróður." Megin straumurinn færir línuna inn að straumskilunum nær landi". Straumurinn tók línuna og flugan kom á hægu svifi að. Ég tók út smá slaka af hjólinu." Og svo tekur maður smá slaka og leggjur línuna varlega niður þar sem hringstreymið í vikinu nær að taka hana". Það er vissulega dálítið hátíðlegt að sitja svona undir lok veiðidags og kynna laun helgar veiðinnar fyrir litla bróður. Hringstreymið greip línuna og dró hana af stað - upp meðfram bakkanum, gegn meginstraumnum. Við sáum hvernig bugur myndaðist í hringstreyminu beint framundan okkur, slaki á línunni, sem þó dróst hægt upp meðfram bakkanum. Maður þarf ekki að vera neitt til takanlega snjall til að láta þetta virka. Bara láta nógan slaka út til andstreymið sem myndast nái að draga línuna upp meðfram bakkanum: "Nú kemur flugan á hægu svifi í straumskilnunum, syndir gegn meginstraumnum, einmitt þar sem líklegt er að fiskurinn liggi." Þetta sagði ég bróður. Hann sagði: "En nú er slaki á línunni, þú getur ekki brugðið við fiski." Ég sagði að maður yrði þess vegna að vera vel á verði og bregða við hart ef línan stöðvaðist. Og það var nákvæmlega það sem ég gerði. Stöngin lagðist í fagra sveigju og nú þaut línan úr höndum mér og beint út. Hann var á!

 

Stórir hyljir

Það var þriggja punda silungur sem tók nobblerinn minn þarna í hringstreyminu, ég landaði honum eftir skemmtilega baráttu. Ég hef gert svipaðar tilraunir í stórri á eins og Soginu. Þar eru stórir hyljir og svelgir. Með því að kasta þvert á þá með löngum taumi og þyngdri púpu má ná góðu reki á agnið inn í hyljina. Galdurinn er fólginn í því að leggja nógan slaka út svo öfugstreymið grípi línuna og haldi við. Sé allt með felldu fer línan á hægu reki upp ána, gegn meginstraumi, og púpan sekkur vel niður. Svona er hægt að veiða upp ána, meðfram bökkum þar sem að djúpt er. Fiskar sem liggja "öfugir" fá púpuna beint í andlitið.

 

Út í miðri á.

Það borgar sig að skoða straumfallið. Eitt sinn var ég í sjóbirtingi og skoðaði víðáttu mikinn hyl. Meginstraumurinn fór um hann miðjan. En ég tók eftir að svelgur myndaðist í hylnum og löng straumskil þar sem vatnið rann í raun í báðar áttir, upp og niður. Þetta dæmi reiknaði ég rétt. Fiskurinn myndi vera í straumskilunum langt úti. Ég kastaði eins langt og ég gat, yfir svelginn og í meginstrauminn sem beljaði niður. Gaf úr heilmikinn slaka svo flugan flaug langt niður með straumi. En vegna þess að ég hafði öfugstreymið milli mín og meginstraumsins stöðvaðist línan. Og svo fór hún að sigla hægt upp ána! Flugan kom á eftir. Og sex punda sjóbirtingur fékk að kenna á því skömmu síðar. Flugan kom syndandi rólega yfir hann þar sem hann lá við botn úti í miðri á. Hafi hann legið "öfugur" í andstreyminu mun hann hafa séð fluguna nálgast neðan frá. Hafi hann legið "réttur" í straumskilunum sjálfum með hausinn vísandi upp, mun hann hafa fengið fluguna yfir sig aftan frá og tekið hana þegar hún silaðist yfir hann. Allt um það. Hann lá.

Auðvitað var mikill slaki úti. En hvað gerir maður ekki fyrir sex punda birting?

Endurbirt heilræði úr safni Flugur.is
Höfundur SJH

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði