Ótrúlegt er hve fáir virðast hafa upplýsingar um hvernig létta má sér lífið við veiðar. Eitt al besta ráðið til að gera köstin léttari og línuna skemmtilegri í meðförum er að bóna hana.
Hreint og klárt. Í orðsins fyllstu merkingu. Þetta á einkum við flotlínur sem liggja innan um allt lífræna rekið og klakið í ám og vötnum, svo ekki sé minnst á allt þetta ryk og annað sem fýkur yfir og leggst á vatnsfilmuna.
Línubón fæst í flestum veiðibúðum. Einfaldast er að draga línuna út þar sem aðstæður eru hagkvæmar, ekki hætta á að hvassar gjóteggjar skeri hana, eða ryk setjist á. Grasgræna er ekki góð fyrir línur, svo gæta verður að ef hún er lögð á gras, að draga hana ekki eftir því.
Farið eina umferð eftir línunni með klúti, dragið hana einfaldlega í gegnum greip ykkar þar sem klúturinn hvílir, og vinnið frá stönginni og út.
Síðan er sett smá bónklípa í klútinn og farin önnur umferð, og svo lokaumferð með hreinum hluta klútsins. Takið eftir svörtu rákinni þar sem þið dróguð línuna í gegn fyrst!
Línan er nú undin upp á hjólið og gengið inn jafn hratt og maður dregur, svo línan dragist ekki eftir jörðinni.
Köstin verða miklu betri á eftir. Þetta tekur tvær mínútur á bakkanum fyrir vanan mann.
Endurbirt heilræði
Höfundur SJH