Opnunarhollin í Þverá / Kjarrá lönduðu 37 löxum, þar var lax víða og skemmtilegt að sveifla stönginni fyrir kröftugan nýgenginn laxinn. Kjarrá opnar tveimur dögum seinna en Þverá. Annað hollið hefur því einnig lokið veiði í Þverá og gekk flott líka - tæplega 60 fiskar komnir á land á hádegi í gær. Af þessum fiskum voru 7 laxar undir 68 cm sem er vísbending um sterkar smálaxagöngur þetta tímabil. Vatnabúskapurinn er frábær sem gefur góð fyrirheit fyrir sumarið.
Ingó með fyrsta lax sumarsins hjá sér.
Við heyrðum svo í veiðimönnum við Norðurá í morgun sem voru nýbúnir að landa 3 löxum í beit. Stuð og stemming þar en í Norðurá hægðist aðeins á í kuldanum á eftir góða opnun. Núna fer allt á fullt skrið aftur vonandi.
Spennandi að sjá hvernig næstu dagar halda áfram.