2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
20.6.2020

Grímsá - Oddastaðafljót Uppáhaldsstaðurinn minn

 

Frá Oddastaðafljóti í Grímsá. 

 Veiðistaðurinn minn:

Oddstaðafljót í Grímsá

Nú eru fáeinir dagar þar til laxveiðin hefst og því er vel við hæfi að staðurinn sem verður fyrir valinu sem uppáhaldsveiðistaður sé í þeirri frægu laxveiðiá Grímsá. Það er stórfiskabaninn Svend Richter sem horfir dreymnum augum til Borgarfjarðarins.

Oddstaðafljót er efsti veiðistaðurinn í Grímsá, rétt fyrir neðan þar sem Tunguá fellur í hana. Lengi vel var þetta einn besti veiðistaðurinn í ánni, sérstaklega þegar líða tók á sumarið. Þetta var uppáhalds veiðistaður okkar Kolbeins Grímssonar heitins en við veiddum saman í Grímsá í áratugi.

Bunkar af laxi

Oddstaðafljót er mjög langur veiðistaður og tökustaðir geta verið nánast um allt fljótið, þótt heitustu staðirnir séu gjarnan rétt fyrir ofan smávik eða síki sem nú er að mestu horfið. Í miklu vatni tekur fiskur gjarnan neðar og getur legið alveg niður á broti.

Á gullaldarárum fljótsins bunkaðist laxinn um allan veiðistaðinn en nú má segja að næsti staður fyrir neðan, Efsti hylur, hafi í raun tekið við megninu af laxinum. Samt sem áður fæ ég alltaf sæluhroll þegar ég veiði Oddstaðafljót.

Eins og oft er með veiðistaði sem geyma mikið af laxi og eru veiddir nánast 12 tíma á dag, þá hrökkva þeir í gang einhvern tímann dagsins og þá getur takan verið mjög mikil en þess á milli er ekkert að gerast, hann sýnir sig mikið en tekur illa eða alls ekki.

Sagan af því þegar Kolbeinn eignaðist næstum því fljótið

Kolbeinn Grímsson var, eins og ég, mjög hrifinn af Oddstaðafljóti og ef hann vissi að við ættum fljótið seinni vakt dagsins þá gat hann með engu móti hvílst eða lagt sig í hléinu, hann hreinlega iðaði af spenningi.

Ég benti honum á að hann ætti góðan möguleika á því að eignast Oddstaðafljót: Ekkja ein sterkefnuð bjó nálægt honum og hvatti ég hann til að krækja sér í hana því ef það tækist þá gæti hann keypt Oddstaðafljót.

Ekkert gekk með þessi áform þrátt fyrir hvatningar mínar uns tækifærið kom. Ekkjan var að bakka smábíl frá heimili sínu um vetur og festi hann í snjóskafli. Minn maður skundaði út á inniskónum, lagðist á afturstuðarann, bíllinn fór af stað en Kolbeinn féll í götuna og rifbeinsbrotnaði. Ekkjan ók á brott, vissi ekkert af greiðasemi Kolbeins og þar með var draumurinn um Oddstaðafljót úr sögunni.?

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði