2024 - 2023 - 2022 - 2021 - 2020 - 2019 - 2018 - 2017 - 2016 - 2015 - 2014 - 2013 - 2012 - 2011 - 2010 - 2009 - 2008 - 2007
11.6.2020

Staðan á Þingvöllum og Hálendinu - Mok í Villingavatnsósi.

 

Sindi með fisk úr Kárastöðum frá því fyrr í vor. 

Fáir vita meira um stöðuna í Þingvallavatni en Sindri hjá Fish Partner. Þeir eru með aragrúa svæða í vatninu á sínum snærum svo þeir fá fréttir víða að. Bleikjan er komin á flug í vatninu á meðan urriðinn hefur dalað á sumum stöðum. Í Villingavatnsósi er hins vegar búið að vera MOK. 
Við gefum Sindra orðið: 

 "Svörtu klettar fóru eiginlega bara ekkert í gang í urriðanum. Komu nokkrir boltar á land en ekkert magn af fiski. Ástundun var reyndar léleg á svæðinu. En bleikjan er mætt þar núna og veiðist vel.

Kárastaðir virðast vera dala. Lítið skeð síðan þetta skot sem Þorsteinn og Gunnar fengur. Gæti verið að urriði sé búinn þar þangað til í ágúst, en bleikjan er mætt þar líka.

Villingavatnsárós er búin að vera sturlaður. Silli kokkur landaði 50+ þar í fyrradag. Allt á straumflugur. Ég var svo sjálfur að veiða þar í gær og við tókum 14. Nokkra á straumflugur en mest á nr 18 zebra midge. Svo aðstæður breytast hratt og menn þurfa vera duglegir að prófa sig áfram hvað þeir vilja taka en það mjög mikið af fiski á svæðinu að sýna sig. Uppistaðan í veiðinni þar undanfarið hefur verið 50-60cm geldfiskur en alltaf svoldið af 65-80cm boltum með.

Villingavatns B svæðið er bara hittingur þessa dagana. Það er fiskur að svamla meðfram ströndinni en virðist bara vera happa glappa hvort menn hitti á hann. Hefur gengið betur hjá mönnum sem eru þarna í roki og öldugangi þá virðist hann koma nær landi.

Villingavatn er sama og vanalega. Nóg af fiski en hvort hann tekur og hvað hann tekur er daga spursmál. Gengið best hjá þeim sem hafa verið þarna í sól og roki undanfarið.

Kaldárhöfði. Urriðinn farin en bleikjan mætt. Fengið fréttir af flottum bleikjum bæði í skútuvíkini Þingvallamegin og út við eyju Úlfljótsvatnsmegin. Sá síðast bara í morgun myndir af eitthverjum kusum þar á veiðisnappinu. Efri-brú er sama saga. Bleikjur byrjaðar að veiðast."

Um stöðuna á svæðum Fish Partner upp á hálendinu sagði Sindri enn frekar frá: 

Tungnaá orðinn flott. Menn voru bara í þurflugu veiði þar í gær.

Kaldakvisl alltaf sama mokið niðri ós og slóðar upp eftir að lagst hægt og rólega. Slóðinn vestan megin við sporðöldulóni reyndar farin í sundur svo menn ferða taka Tjaldkvisl og Köldukvíslar vaðið ef þeir ætla upp eftir.

Svo styttist í Norðlingafljót og blöndukvislar opni. Maður er bara vonast að slóðar verða komnir í lag.

Þökkum Sindra fyrir pistilinn og hlökkum til að heyra frekar frá hálendis svæðunum. 

12.11.2020

Stelpur veiða laxa

16.10.2020

Tímavélin

20.8.2020

Klinkhammer

17.8.2020

Helgarfréttir

15.8.2020

Tungsten örtúbur

10.8.2020

Fiskifréttir

4.8.2020

Viðtal við KK

24.7.2020

Laxveiði vikan

22.7.2020

Flugan Friggi

18.7.2020

Flugufréttir

26.6.2020

Veiðimynd dagsins

23.6.2020

Mundu veltikastið

21.6.2020

Flottar opnanir

17.6.2020

Veitt og sleppt

16.6.2020

Laxa opnanir

10.6.2020

Laxafréttir

19.5.2020

Sagan um Krókinn

6.5.2020

Dagur í Kjós

3.5.2020

Nýja Sjáland

28.4.2020

Norðan fréttir

24.3.2020

Vika í veiði